Landsbankinn hf. hefur undirritað samninga við Arion banka hf., Íslandsbanka hf. og Kviku banka hf. um viðskiptavakt á eftirmarkaði með sértryggð skuldabréf útgefin af Landsbankanum. Skuldabréfin eru skráð á Nasdaq Iceland og taka skyldur viðskiptavaka samkvæmt samningi gildi þann 6. október 2025.
